Förum vel með orkuna okkar

Okkur finnst stundum eins og það skipti engu máli fyrir Íslendinga að spara rafmagn og hita. Þvert á móti getur oft verið um verulegan fjárhagslegan sparnað að ræða. Landsspítalinn eyðir 275 milljónum kr. á ári í rafmagn og hita, rafmagnsnotkun þeirra er á við 4.600 heimili og heitavatnsnotkun á við 1.600 heimili. Síðastliðin ár hefur Landspítalinn unnið markvisst að því að minnka þessa notkun t.d. með orkuúttektum og öðrum orkusparandi aðgerðum.