Entries by gre

Vefur um grænan lífsstíl

Umhverfisstofnun hefur haldið úti vefsíðu um grænan lífsstíl um árabil. Nýverið lauk endurskoðun á vefnum og er hér hægt að skoða leiðbeiningar og hugmyndir að því hvernig við tileinkum okkur grænni lífsstíl. 

Þrjú skref hjá Ljósafossi

Orkusýningin Ljósifoss fékk afhenta viðurkenningu fyrir innleiðingu á 3 fyrstu Grænu skrefunum. Landsvirkjun er í markvissri vinnu með Grænu skrefin og eru að vinna að mörgum spennandi verkefnum. Næst ætla þau að leggja áherslu á að virkjanirnar á Sogssvæðinu innleiði Grænu skrefin. 

Velkomin í verkefnið Framkvæmdasýsla ríkisins

Nú er Framkvæmdasýsla ríkisins nýjasti meðlimurinn Grænna skrefa en fer hún með það mikilvæga hlutverk sem eru allar opinberar framkvæmdir ríkisins. Markmið þeirra er meðal annars að auka gæði framkvæmdanna en hluti af því getur að sjálfsögðu verið að framkvæmdir verði umhverfisvænni.

Sjúkrahúsið á Akureyri í Grænum skrefum

Það er mjög ánægjulegt að svo stór vinnustaður eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sé þátttakandi í Grænu skrefunum. Stofnanir á Akureyri hafa verið mjög ötular við að vinna að umhverfismálum og hlökkum við mikið til að vinna með þeim.

Uppfærð útgáfa af grænu bókhaldi

Nú er tilbúin uppfærð útgáfa af grænu bókhaldi sem nær til ársins 2020. Nokkrar breytingarnar voru gerðar sem fólust í að leiðbeiningar eru ítarlegri, aukin áhersla var lögð á losunartölur þar sem það var hægt og verður áfram gert í næstu uppfærslum. Nýjum flipa fyrir samgöngusamninga var bætt við, enda á áherslan okkar að vera […]

Velkomin í verkefnið Menntamálastofnun

Það er afar ánægjulegt að fá Menntamálastofnun til liðs við okkur. Menntun barna og ungmenna í umhverfismálum er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að vinna gegn ofnýtingu auðlinda og loftslagsbreytingum. Menntun og fræðsla skiptir höfuðmáli í því hvort okkur muni takast að snúa við á þessari braut.

Skrifstofustarfsemin á Háskólatorgi náði sínu fyrsta skrefi

Undir skrifstofustarfsemina ná nemendaskráning, námsráðgjöf, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins og svo eru Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð einnig með aðsetur þar. Það eru því ýmsir aðilar sem hafa komið að innleiðingu skrefanna og jákvæðni mikil í garð þess. Á móti viðurkenningunni tóku Anna Birna Halldórsdóttir þjónustustjóri Háskólatorgs og Þorbjörg Bakke verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ.  

Fyrsta skrefið hjá ISOR

Íslenskar Orkurannsóknir voru að fá afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Í því tilefni var haldin veisla þar sem verðlaun voru veitt til bestu hugmyndarinnar um umhverfisvænni vinnustað. Lífrænar veitingar og rafbílar voru þar efst í hugum manna. Innilega til hamingju með árangurinn 🙂  

Skiptibókamarkaður fyrir starfsmenn

Í stað þess að starfsmenn séu að henda bókum og kaupa nýjar í sífellu, hefur Þjóðminjasafnið komið upp skiptibókamarkaði hjá sér þar sem starfsfólk getur skilið eftir bækur og tekið sér aðrar. Starfsfólk sem á krakka í menntaskóla hafa einnig komið með bækur sem þau eru hætt að nota þar og leyft þannig öðrum að […]

Fyrsta skrefið hjá MTR

Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut viðurkenningu fyrir sitt fyrsta Græna skref. Innleiðing skrefsins gekk fljótt og vel og gaman að sjá hvað endurnýtingu hluta er gert hátt undir höfði. Í listsköpun sinni nýta nemendur til að mynda alls konar hluti sem falla til á heimilum og í skólanum og búa til hluti og list úr slíkum […]