Skiptibókamarkaður fyrir starfsmenn

Í stað þess að starfsmenn séu að henda bókum og kaupa nýjar í sífellu, hefur Þjóðminjasafnið komið upp skiptibókamarkaði hjá sér þar sem starfsfólk getur skilið eftir bækur og tekið sér aðrar. Starfsfólk sem á krakka í menntaskóla hafa einnig komið með bækur sem þau eru hætt að nota þar og leyft þannig öðrum að njóta góðs af því. Frábær hugmynd og stuðlar svo sannarlega að sjálfbærara samfélagi.