Velkomin í verkefnið Menntamálastofnun

Það er afar ánægjulegt að fá Menntamálastofnun til liðs við okkur. Menntun barna og ungmenna í umhverfismálum er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að vinna gegn ofnýtingu auðlinda og loftslagsbreytingum. Menntun og fræðsla skiptir höfuðmáli í því hvort okkur muni takast að snúa við á þessari braut.