Uppfærð útgáfa af grænu bókhaldi

Nú er tilbúin uppfærð útgáfa af grænu bókhaldi sem nær til ársins 2020. Nokkrar breytingarnar voru gerðar sem fólust í að leiðbeiningar eru ítarlegri, aukin áhersla var lögð á losunartölur þar sem það var hægt og verður áfram gert í næstu uppfærslum. Nýjum flipa fyrir samgöngusamninga var bætt við, enda á áherslan okkar að vera á umhverfisvænni samgöngur. Einnig var reitum fyrir markmiðasetningu bætt við skjalið en stofnanir eru hvattar til að setja sér markmið á hverju ári og vinna markvisst að því að ná þeim. Við vonum að skjalið nýtist stofnunum vel og viljum endilega fá ábendingar um lagfæringar. Svo er um að gera að breyta og bæta skjalið eftir þörfum. Sjá hér nýja útgáfu.