Fyrsta skrefið hjá ISOR

Íslenskar Orkurannsóknir voru að fá afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Í því tilefni var haldin veisla þar sem verðlaun voru veitt til bestu hugmyndarinnar um umhverfisvænni vinnustað. Lífrænar veitingar og rafbílar voru þar efst í hugum manna. Innilega til hamingju með árangurinn 🙂