Skrifstofustarfsemin á Háskólatorgi náði sínu fyrsta skrefi

Undir skrifstofustarfsemina ná nemendaskráning, námsráðgjöf, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins og svo eru Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð einnig með aðsetur þar. Það eru því ýmsir aðilar sem hafa komið að innleiðingu skrefanna og jákvæðni mikil í garð þess. Á móti viðurkenningunni tóku Anna Birna Halldórsdóttir þjónustustjóri Háskólatorgs og Þorbjörg Bakke verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ.