Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kominn með fimm skref

Fyrr í júlí kláraði Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra úttekt á fimmta og síðasta skrefinu. Síðan vinnan hófst við skrefin hjá embættinu hafa þau náð frábærum árangri og sést það vel þegar litið er á Græna bókhaldið. Þar er helst að nefna flokkun sem hefur aukist umtalsvert, en þau hafa einnig dregið úr magni úrgangs í […]

Harpa komin með fimm Græn skref

Harpa hefur lokið fimmta og síðasta Græna skref og tók á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun mánudaginn 4. júlí 2022. Til að ná skrefunum fimm hefur Harpa innleitt fjölmargar aðgerðir, meðal annars: Útbúið aðgerðaáætlun í loftlagsmálum fyrir árin 2022 – 2024, en með henni eru settar fram aðgerðir til þess að styðja við markmið um endurvinnsluhlutfall […]

Hreinsunaraðgerðir með aðkomu Landhelgisgæslunnar á Hornströndum

Í fjórða skrefi Grænna skrefa er ein aðgerð sem hljóðar svo: Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru eða Degi umhverfisins, a.m.k einu sinni á ári.  Landhelgisgæsla Íslands getur merkt við þessa aðgerð með góðri samvisku, þar sem stofnunin tekur árlega þátt í hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni […]

Grænu skrefin og hringrásarhagkerfið

Stór hluti aðgerða Grænu skrefanna hafa með hringrásarhagkerfið að gera, þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi, með því að neyta minna, deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. Dæmi um aðgerðir Grænna skrefa sem tengjast hugmyndinni um hringrásarhagkerfi eru að; nota ekki einnota borðbúnað eða einstaklingsinnpökkun […]

RÚV klárar 2. skrefið

Starfsstöð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti kláraði annað skrefið nú á dögunum með glæsibrag! Til þess að ná skrefinu hafa þau meðal annars skilað Grænu bókhaldi og sett sér ítarlega loftlagsstefnu með mælikvörðum. Þá hafa þau einnig skuldbundið sig til þess að fjárfesta í kolefnisbindingarverkefnum sem svarar til reiknaðrar losunar hvers árs. Við óskum RÚV til hamingju […]

Græn skref – lifandi verkefni

Stöðugt fleiri ríkisaðilar ljúka nú við fimmta og síðasta Græna skrefið og er oft spurt; hvað svo? Það er eðlilegt að sú spurning vakni, enda eru umhverfismál eilífðarverkefni sem ekki er hægt að ljúka fyrir fullt og allt, heldur þarf stöðugt að vinna að því að gera betur og vera vakandi. Það eru nokkur veigamikil […]

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti – upptaka

Þann tíunda maí stóð teymi hringrásarhagkerfis Umhverfisstofnunar fyrir málþingi um umhverfisvænni mötuneytisrekstur. Tilefni málþingsins voru nýútgefnar leiðbeiningar okkar um umbúðanotkun og minni matarsóun í mötuneytum, þær má finna undir vinnugögn á heimasíðu Grænna skrefa. Við vekjum sérstaka athygli á veggspjaldi sem var hannað við sama tilefni þar sem nokkrar vel valdar aðgerðir eru dregnar fram. […]

Græn nýsköpun hjá hinu opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í Grósku og í streymi á milli klukkan 9:00 og 15:30 þann 17. maí næstkomandi. Markmið viðburðarins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera og er þemað í ár græn nýsköpun. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum, bæði reynslusögum og nýjum tækifærum.   Við hvetjum tengiliði Grænna skrefa að […]

Frumlegir skiptimarkaðir

Það er hægt að fara margar leiðir til þess að uppfylla aðgerð um skiptistöð í skrefi 4. Stofnanir hafa sett upp skiptimarkað fyrir föt, öskudagsbúninga, bækur eða jafnvel púsluspil. Starfsmannafélag Umhverfisstofnunar í Reykjavík hefur efnt til plöntu-potta-fræ og afleggjara skiptimarkaðs. Starfsfólk er hvatt til að mæta með afleggjara af plöntum, gamla potta sem þau hafa […]

Málþing um umhverfisvænni mötuneyti 10. maí og nýtt fræðsluefni fyrir mötuneyti

Þann 10. maí næstkomandi stendur teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun fyrir málþingi um umhverfisvænni mötuneyti. Málþingið verður öllum opið og streymt í gegnum Teams milli 14:00 og 15:00 á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar. Hlekkinn má finna hér.  Við munum hlýða á fjögur áhugaverð erindi sérfræðinga, rekstraraðila og neytenda og munu erindin snerta á kolefnisspori matvæla, matarsóun, umbúðanotkun, Svansvottun […]

Hjólað í vinnuna og samgöngusamningar

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna og hvetjum alla vinnustaði til að skrá lið sín til keppni. Flest þekkjum við Hjólað í vinnuna, enda keppnin orðin rótgróin, en hún er á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Keppnin stendur yfir frá 4. maí til 24. maí, og því um að […]