RÚV klárar 2. skrefið

Starfsstöð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti kláraði annað skrefið nú á dögunum með glæsibrag! Til þess að ná skrefinu hafa þau meðal annars skilað Grænu bókhaldi og sett sér ítarlega loftlagsstefnu með mælikvörðum. Þá hafa þau einnig skuldbundið sig til þess að fjárfesta í kolefnisbindingarverkefnum sem svarar til reiknaðrar losunar hvers árs.

Við óskum RÚV til hamingju með skrefið og hlökkum til næstu skrefa!