Græn nýsköpun hjá hinu opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í Grósku og í streymi á milli klukkan 9:00 og 15:30 þann 17. maí næstkomandi. Markmið viðburðarins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera og er þemað í ár græn nýsköpun. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum, bæði reynslusögum og nýjum tækifærum.  

Við hvetjum tengiliði Grænna skrefa að taka þátt í persónu eða streymi. 

Frekari upplýsingar um dagskrá og skráningu á viðburðinn má finna hér.