Frumlegir skiptimarkaðir

Það er hægt að fara margar leiðir til þess að uppfylla aðgerð um skiptistöð í skrefi 4. Stofnanir hafa sett upp skiptimarkað fyrir föt, öskudagsbúninga, bækur eða jafnvel púsluspil. Starfsmannafélag Umhverfisstofnunar í Reykjavík hefur efnt til plöntu-potta-fræ og afleggjara skiptimarkaðs. Starfsfólk er hvatt til að mæta með afleggjara af plöntum, gamla potta sem þau hafa ekki not fyrir lengur, fræ sem þau komast ekki yfir að nota eða annað sem tengist plöntum og garðyrkju. Þetta sýnir það vel að möguleikarnir eru endalausir og við hvetjum stofnanir til að setja upp hvers konar skiptistöðvar sem hentar þeim. 

Aðgerðin hljómar svona í heild sinni:

Við höfum sett upp skiptistöð (borð og/eða fataslá) þar sem starfsmenn geta komið með hluti að heiman sem þeir vilja gefa áfram og aðrir geta fengið, annaðhvort í afmarkaðan tíma árlega eða til frambúðar.