Harpa komin með fimm Græn skref

Harpa hefur lokið fimmta og síðasta Græna skref og tók á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun mánudaginn 4. júlí 2022.

Til að ná skrefunum fimm hefur Harpa innleitt fjölmargar aðgerðir, meðal annars:

  • Útbúið aðgerðaáætlun í loftlagsmálum fyrir árin 2022 – 2024, en með henni eru settar fram aðgerðir til þess að styðja við markmið um endurvinnsluhlutfall verði komið í 75% árið 2024 og að tæplega þriðjungur starfsfólks verði kominn með samgöngusamning, ásamt fleiru.
  • 13 rafhleðslustöðvum voru settar upp í bílahúsi Hörpu í neðri kjallara sem eru opnar öllum með ON hleðslulykli.
  • Pappírsþurrkum var skipt út fyrir handblásara á almenningssalernum í húsinu til að minnka pappírssóun.

Vinnan við Grænu skrefin reyndist góður grunnur fyrir Svansvottun, en Harpa fékk nýlega Svansvottun fyrir ráðstefnusvið hússins og býður m.a. upp á sérstaka viðburðaskýrslu fyrir stærri viðburði með upplýsingum um umhverfis-, efnahags- og samfélagsleg áhrif viðburðarins.

Harpa fær yfir milljón heimsóknir árlega og það er ánægjulegt að sjá þau taka umhverfismálunum föstum tökum.

Á myndinni má sjá Rakel Lárusdóttur, Huldu Kristínu Magnúsdóttur og Arngrím Fannar Haraldsson taka við viðurkenningunni fyrir hönd Hörpu af Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni hjá Umhverfisstofnun.