Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kominn með fimm skref

Fyrr í júlí kláraði Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra úttekt á fimmta og síðasta skrefinu.

Síðan vinnan hófst við skrefin hjá embættinu hafa þau náð frábærum árangri og sést það vel þegar litið er á Græna bókhaldið. Þar er helst að nefna flokkun sem hefur aukist umtalsvert, en þau hafa einnig dregið úr magni úrgangs í heildina. Þá hefur þeim einnig tekist að draga úr orkunotkun sem um munar. Það er einstaklega skemmtilegt að sjá tölulegan árangur af skrefunum!

Við óskum Sýslumanninum á Norðurlandi eystra og starfsfólki embættisins innilega til hamingju með skrefin!