Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna og samgöngusamningar

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna og hvetjum alla vinnustaði til að skrá lið sín til keppni.

Flest þekkjum við Hjólað í vinnuna, enda keppnin orðin rótgróin, en hún er á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Keppnin stendur yfir frá 4. maí til 24. maí, og því um að gera að skrá liðin sín sem fyrst svo að allur keppnistíminn nýtist sem best. Allar upplýsingar um skráningar og reglur má finna á heimasíðu verkefnisins. 

 

Vorin eru einnig góður tími til að yfirfara samgöngusamninga vinnustaðarins, enda er oft auðveldara að byrja að hjóla og ganga í vinnuna þegar sól fer að hækka á lofti og fuglarnir syngja.

Rannsóknir hafa sýnt að þau sem ganga eða hjóla til vinnu eru að jafnan ánægðari og afkastameiri en þau sem mæta til vinnu í bíl og samgöngusamningar eru eitt best atækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsfólk til visvænna samgangna. Það getur einnig verið góð hugmynd að bjóða starfsfólki sérstaklega upp á sumaramning þar sem mörgum þykir auðveldara að skuldbinda sig til að hjóla og ganga á þeim tíma árs.

Hér má finna leiðbeiningar til vinnustaða um gerð samgöngusamninga.