Rafrænar áskriftir í ANR

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti réðst nýverið í það verkefni að draga úr magni blaða í áskriftum. Vigtaður var vikuskammtur af blöðum sem reyndist vera 7 kg. Árlega berst því um 370 kg af dagblöðum til ráðuneytisins. Starfsmenn ákváðu í sameiningu að afþakka öll dagblöð til ráðuneytisins en taka þess í stað upp rafrænar áskriftir sem starfsmenn hafa allir aðgang að.