Samdráttur í losun um 40%

Ríkisstjórnin hefur samþykkt loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Í henni felst að öll ráðuneytin og Rekstrarfélag stjórnarráðsins ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 og kolefnisjafna alla losun sem ekki verður dregið úr. Það ætla þau að gera með því að leggja sérstaka áherslu á flugferðir, ferðir starfsmanna til og frá vinnu, akstur á vegum ráðuneyta, úrgang, orkunotkun og máltíðir í mötuneytum.