Kolefnissjóður MS

Menntaskólinn við Sund hefur stofnað sérstakan kolefnissjóð sem ætlað er að nota til að kolefnisjafna allar skipulagðar hópferðir á vegum skólans, bæði flug og akstur. Helsta losunin hjá skólanum er eins og hjá flestum ríkisstofnunum vegna samgangna en til þess að draga líka úr losun er verið að bæta aðstöðu fyrir þá sem koma hjólandi eða gangandi til vinnu. Yfirbyggt hjólaskýli er í byggingu og settar verða upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla.