Entries by gre

Einfaldir flokkar Grænna skrefa

Í hverju skrefi eru aðgerðir í hverjum þessara flokkar. Málið er einfalt.  Hér geta stofnanir, ráðuneyti og ríkisfyritæki skráð sig.

Þróunarhópur Grænna skrefa

Stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tóku þátt í að þróa Grænu skrefin.   Vorið 2014 voru Græn skref Reykjavíkurborgar aðlöguð ríkisrekstri og tóku þátt fulltrúar Landgræðslu ríkisins, Mannvirkjastofnunar, Úrskurðarnefndar skipulags- og auðlindamála, Náttúrufræðistofnunar, Skipulagsstofnunar, Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Landmælinga Íslands, Umhverfisstofnunar, ÍSOR, Úrvinnslusjóðs, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Skógræktar ríkisins. Hér má sjá fulltrúa þessara stofnana.  

Betri lýsing

Þegar starfsfólk Landmælinga uppgötvaði að lýsingu var ofaukið á sumum stöðum brá það á það ráð að skrúfa aðra hvora ljósaperu úr ljósastæðum, sem sparar orkuna sem annars færi í að hafa kveikt á perunum.

Gleymum okkur ekki

  Einfaldir miðar á vel völdum stöðum á vinnustaðnum eru góð leið til að minna fólk á að slökkva ljós og á raftækjum við heimferð eða í kompum og geymslum þar sem ekki þarf að loga ljós yfir daginn.

Endurnota eins og hægt er

Stefna Landmælinga í innkaupamálum er að forðast í lengstu lög að kaupa nýtt ef eldri búnað er hægt að nýta. Til dæmis eru tölvur gjarnan látnar ganga á milli starfsmanna, sem hafa ólíkar þarfir í þeim efnum. Þannig þurfa þeir sem vinna í kortagerð mun öflugri tæki en þeir sem sinna t.d. almennum skrifstofustörfum og […]

Hvar liggur áhugi starfsmanna?

Skipulagsstofnun réðst í könnun um ferðavenjur, úrgangsflokkun og orkunotkun meðal starfsmanna til að fá yfirsýn yfir þau sóknarfæri sem stofnunin hefur til að bæta sig í umhverfismálum. Slíkar kannanir þurfa ekki að vera flókar, t.a.m. er hægt að finna vefsíður sem bjóða ókeypis forrit fyrir þess háttar úttektir.

Skipulagsstofnun stígur fyrsta græna skrefið

Grænar plöntur taka hlýlega á móti gestum Skipulagsstofnunar og gleðja auga þeirra sem þar starfa um leið og þær keppast við að bæta loftgæðin á vinnustaðnum. Skipulagsstofnun var meðal fyrstu stofnana ríkisins sem á dögunum stigu grænt skref í sínum rekstri.    Hjá Skipulagsstofnun er nýtnin í fyrirrúmi. Þegar nýlega þrengdi að stofnuninni þurfti að […]

Vistvænt hjá Landmælingum Íslands

Samgöngumál eru tekin föstum tökum hjá Landmælingum Íslands sem staðsettar eru á Akranesi.  Landmælingar tóku sitt fyrsta græna skref á dögunum og voru meðal fyrstu stofnana landsins sem aðlöguðu starfsemi sína Grænum skrefum í ríkisrekstri.    Þótt ákvörðunin hafi ekki kallað á miklar breytingar í starfseminni voru sóknarfæri hér og þar sem nýtt voru til […]

Hvers vegna grænn ríkisrekstur?

Hjá ríkinu starfa um 20000 manns. Reksturinn er umfangsmikill og hefur umtalsverð umhverfisáhrif, bæði vegna athafna starfsmanna og vegna þjónustu sem ríkið veitir. Rekstrinum fylgir losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum, meðhöndlun úrgangs og ýmsum verkframkvæmdum. Í gegnum innkaup hefur ríkið einnig mikil áhrif, t.d. á losun gróðurhúsalofttegunda. Starfssemi ríkisins fylgir losun efna sem hafa áhrif á […]

Græn skref og Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Þann 29. október síðast liðinn hlaut Reykjavíkurborg Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014. Rökstuðningur dómnefndar á valinu var að markvisst og víðtækt starf að umhverfismálum hefði leitt til góðs árangurs á mörgum sviðum, til að mynda umhverfisvænnar nýtingar á neysluvatni, jarðvarma til húshitunar og rafmagnsframleiðslu úr jarðvarma. Verkefni eins og Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar hafi einnig skipt máli.  […]

Þrír plastpokar á fimm vikum

Undanfarið hefur umræða um skaðsemi plasts stóraukist, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Lengi hefur verið vitað um þörf þess að draga úr notkun plasts en þróunin hefur verði þveröfug.    Umhverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í tilraunaverkefni sem felur í sér […]