Þjóðskrá stígur 2. skrefið

Starfsstöðvar Þjóðskrár Íslands í Reykjavík og á Akureyri tóku við viðurkenningu fyrir annað Græna skrefið nú á dögunum. Hjá Þjóðskrá Íslands er öflugur hópur sem innleiðir skrefin og njóta þau stuðnings Margrétar Hauksdóttur forstjóra, en hún er með skýra sýn á næstu skref svo sem að auka enn rafrænaþróun stofnunarinnar sem dregur m.a. úr pappírsnotkun og ferðum og þar með sótspori. Umhverfisráðið hvetur starfsfólk til vistvænni ferðamáta og fékk nýverið til sín vistaksturskynningu frá ökuskólanum Ekill á Akureyri (www.ekill.is). Námskeiðinu var streymt til starfsfólksins í Borgartúni og þótti fræðslan mjög áhugaverð og lærdómsrík. Við óskum Þjóðskrá Íslands til hamingju með grænu skrefin!

jskr skref 2 Ak skorin Akureyringarnir sígrænir og kampakátir með annað Græna skrefið!

jskr Borgartn skref 2

Hildur Harðardóttir (hægri), sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti Margréti Hauksdóttur forstjóra Þjóskrár Íslands viðurkenninguna fyrir skref 2.