Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra landa 1. skrefinu

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Akureyri tók í dag við viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið þar á bæ. Mikill metnaður og áhugi er í hópnum, en stofnunin hefur verið sérlega dugleg í að kynna verkefnið vel fyrir starfsmönnum. Nýlega fengu starfsmenn fræðslu um endurvinnslu, en Akureyringar hafa lengi borið af þegar kemur að flokkun sorps og lífræns úrgangs. Til hamingju með árangurinn og toi toi toi!

Grn skref Akureyri

Á myndinni frá vinstri, Steinunn Karlsdóttir hjá Umhverfisstofnun; Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á N-eystra og Austurlandi, Ellen J. Sæmundsdóttir og Sesselja B. Jónsdóttir.