Vegagerðin á Húsavík

Þjónustustöð Vegagerðarinnar á Húsavík hlaut viðurkenningu fyrir 1. græna skrefi í lok nóvember. Mikill metnaður er í þeim köppum að fylgja ákvæðum skrefanna og örugglega stutt að bíða þess að þeir stígi skref nr. 2. Hópurinn á myndinni stendur hér fyrir aftan sérsmíðaða glæsilega hjólagrind, prýðis aðstaða fyrir hjólandi starfsfólk sem og gestikomandi. Óskum þeim til hamingju með skrefið!

Hsavk hpmynd 1 skref

Á myndinni eru (frá vinstri): Brynjar Örn Ástþórsson,  Kristján M Önundarson, Þórólfur Jón Ingólfsson, Sigurður Skúlason, Þórir Stefánsson og Hildur Harðardóttir frá Umhverfisstofnun.