Embætti lögreglustjóra og sýslumanns á Norðurlandi eystra skrá sig til leiks

Það gleður okkur hjá Grænu skrefunum að fá stofnanirnar tvær með í verkefnið og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar. Bæði embættin eru fyrst sinnar tegundar til að taka þátt í Grænu skrefunum en þau heyra bæði undir dómsmálaráðuneyti. Við hvetjum að sjálfsögðu önnur lögreglu- og sýslumannsembætti til að taka embættin á Norðurlandi eystra til fyrirmyndar og hefja grænu vegferðina með okkur.

logreglan logo