Umbra klárar 4. skrefið

Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins hefur nú stigið 4. Græna skrefið en einungis tveir mánuðir eru síðan þau fengu viðurkenningu fyrir skref 2 og 3. 80% af úrgangi stofnunarinnar fer til endurvinnslu og í viðleitni til að draga úr myndun úrgangs er verið að koma fyrir handblásurum á flestum salernum, en með því dregur verulega úr notkun einnota handþurrka. 13 hleðslustöðvar fyrir rafbíla starfsmanna, 2 fyrir gesti og 5 fyrir ráðherrabíla eru staðsettar við Umbru – geri aðrir betur! Til lukku með árangurinn starfsfólk Umbru.

umbra4skref

Á myndinni eru Kristbjörn Þór Þorbjörnsson og Sigurlaug Bjarnadóttir, meðlimir í umhverfisteymi Umbru og Viktor J. Vigfússon framkvæmdarstjóri á milli þeirra.