Entries by gre

Margnota er málið

Við þurfum flest öll á einhverjum pokum að halda en þurfum við virkilega svona mikið? Ef miðað er við evrópskar tölur þá notar fjögurra manna fjölskylda 800 poka á ári eða um 15 poka á viku. Hér gildir því að draga eins og við getum úr slíkri óþarfa einnota notkun enda fer mikið af þessum pokum […]

Ríkiseignir eru komnar í Grænu skrefin

Ríkiseignir eru 44 stofnunin til að koma í verkefnið með okkur en stofnunin hefur umsjón með fasteignum, jörðum og auðlindum í eigu ríkisins. Við hlökkum til samstarfsins.

Isavia Keflavíkurflugvöllur náði fyrsta skrefinu

Isavia á Keflavíkurflugvelli fékk viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið en undir þá starfsstöð heyra skrifstofur Keflavíkurflugvallar og flugverndin. Þar er mikill kraftur í fólki og vilji til að vinna enn frekar að umhverfismálum.

Isavia Akureyrarflugvöllur fékk fyrstu tvö Grænu skrefin

Flugvöllurinn á Akureyri ákvað að innleiða fyrstu tvö skrefin í einu og gerðu það með glæsibrag. Starfsmenn þar breiða einnig út boðskapinn þar sem fleiri fyrirtæki sem nýta sér þjónustu vallarins þurfa einnig að fylgja þeirra fordæmi. Vel gert 🙂

Fyrsta skref Vegagerðarinnar á Akureyri

Starfsstöð Vegagerðarinnar á Akureyri var að ljúka innleiðingu fyrsta Græna skrefsins og fljótlega fylgja þjónustustöðvar þeirra í kjölfarið. Til hamingju með árangurinn 🙂

Vínbúðin Kópasker komin með fimm skref

Nú var Vínbúðin á Kópaskeri að fá viðurkenningu fyrir öll fimm Grænu skrefin. Innleiðingin gekk vel enda græn hugsun í forgrunni. Á Kópaskeri er t.d. ekki flokkað plast en plastið frá Vínbúðinni er sent til Húsavíkur í flokkun. Vel gert og til hamingju með áfangann.  

Hleðslustöð fyrir rafbíla hjá Skógræktinni á Akureyri

Það þarf oft ekki flókinn búnað til að búa til aðstöðu fyrir rafbíla stofnana eða fyrir starfsfólk og gesti. Hér t.d. setti Skógræktin á Akureyri upp einfalda hleðslustöð sem fólk þar getur nýtt sér þurfi það hleðslu á bílinn sinn. Svo sakar ekki hvað hún er hrikalega flott og passar vel við sitt umhverfi.

Landsvirkjun á Háaleitisbraut komin með skref 2 og 3

Aðalskrifstofa Landsvirkjunar á Háaleitisbraut tekur Grænu skrefin með trompi en í október fengu þau viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið og hafa nú einnig lokið skrefum 2 og 3. Umhverfismál eru ekki ný af nálinni hjá Landsvirkjun og hafa þau um áraskeið fylgst vel með losunartölum, umhverfisáhrifum virkjana og tengdra mála. Grænu skrefin hafa þó hjálpað þeim […]

Aðalbygging með fyrsta skrefið

Aðalbygging Háskóla Íslands fékk afhent sitt fyrsta Græna skref. Jón Atli Benediktsson rektor háskólans tók á móti viðurkenningunni og sagði við það tilefni að „umhverfismál væru ein allra helsta áskorun sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag og vill Háskóli Íslands leggja sitt af mörkum m.a. með þátttöku í verkefni eins og Grænum skrefum og sýna […]

Fyrsta skrefið í höfn hjá Tryggingastofnun

Tryggingastofnun fékk afhenda viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Stofnunin tók innleiðingu skrefsins með trompi, eru t.d. hástökkvarar í flokkun á úrgangi en flokkun jókst úr 17% árið 2015 í 52% árið 2016, til að fá þetta fram tóku þau almenna sorpið úr augnsýn starfsmanna því jú það á að vera auðveldast að flokka, með góðri […]