Fyrsta skrefið í höfn hjá Tryggingastofnun
Tryggingastofnun fékk afhenda viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Stofnunin tók innleiðingu skrefsins með trompi, eru t.d. hástökkvarar í flokkun á úrgangi en flokkun jókst úr 17% árið 2015 í 52% árið 2016, til að fá þetta fram tóku þau almenna sorpið úr augnsýn starfsmanna því jú það á að vera auðveldast að flokka, með góðri fræðslu til starfsmanna og mikilli eftirfylgni hefur innleiðing skrefsins orðið til þess að áhugi starfsmanna á umhverfismálum jókst, fleiri hendur hjálpast að og umgengni hefur stórbatnað. Vel gert Tryggingastofnun 🙂