Landsvirkjun á Háaleitisbraut komin með skref 2 og 3

Aðalskrifstofa Landsvirkjunar á Háaleitisbraut tekur Grænu skrefin með trompi en í október fengu þau viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið og hafa nú einnig lokið skrefum 2 og 3. Umhverfismál eru ekki ný af nálinni hjá Landsvirkjun og hafa þau um áraskeið fylgst vel með losunartölum, umhverfisáhrifum virkjana og tengdra mála. Grænu skrefin hafa þó hjálpað þeim við að líta sér nær og skoða skrifstofureksturinn betur en þau flokka nú meira, hafa hætt með einnota hluti, dregið úr smáumbúðum, auka hlut lífrænni matvæla í mötuneyti og fleira því tengt. Til hamingju með árangurinn 🙂