Vínbúðin Kópasker komin með fimm skref
Nú var Vínbúðin á Kópaskeri að fá viðurkenningu fyrir öll fimm Grænu skrefin. Innleiðingin gekk vel enda græn hugsun í forgrunni. Á Kópaskeri er t.d. ekki flokkað plast en plastið frá Vínbúðinni er sent til Húsavíkur í flokkun. Vel gert og til hamingju með áfangann.