Margnota er málið

Við þurfum flest öll á einhverjum pokum að halda en þurfum við virkilega svona mikið? Ef miðað er við evrópskar tölur þá notar fjögurra manna fjölskylda 800 poka á ári eða um 15 poka á viku. Hér gildir því að draga eins og við getum úr slíkri óþarfa einnota notkun enda fer mikið af þessum pokum annað hvort beint í ruslið eða í plastendurvinnslu. Þegar við flokkum sorpið okkar vel þá eigum við alveg að komast af með að nota aðeins 1-2 plastpoka/lífbrjótanlega poka á viku. Höfum því hugann við efnið og afþökkum poka þegar við getum. Á vefsíðu Umhverfisstofnunar (sjá hér) er hægt að lesa sér meira til um hvernig við drögum úr einnota pokanotkun og af hverju það er mikilvægt.