Aðalbygging með fyrsta skrefið
Aðalbygging Háskóla Íslands fékk afhent sitt fyrsta Græna skref. Jón Atli Benediktsson rektor háskólans tók á móti viðurkenningunni og sagði við það tilefni að „umhverfismál væru ein allra helsta áskorun sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag og vill Háskóli Íslands leggja sitt af mörkum m.a. með þátttöku í verkefni eins og Grænum skrefum og sýna ábyrgð í verki.“ Það er ljóst að stór stofnun eins og Háskóli Íslands getur haft gríðarmikil áhrif en yfir 1500 manns starfa þar og árlega eru um 13.000 nemendur í Háskólanum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við innleiðingu verkefnisins hjá Háskóla Íslands, til hamingju með árangurinn 🙂