Entries by gre

Vínbúðirnar alveg að ljúka við skrefin

Nú eiga aðeins tvær Vínbúðir eftir að innleiða Grænu skrefin eftir að Vínbúðirnar á Blönduósi og Hvammstanga fengu úttekt og afhendingu viðurkenningar fyrir innleiðingu á öllum fimm skrefunum. Báðar Vínbúðirnar eru litlar en leitast við að draga úr umhverfisáhrifum þar sem það er hægt og hafa áhrif á aðra um að gera slíkt hið sama. […]

Vegagerðin heldur ótrauð áfram

Núna voru það starfsstöðvar Vegagerðarinnar á Sauðárkróki og Hvammstanga sem fengu fyrsta skrefið sitt afhent. Þar með er allt Norðursvæði Vegagerðarinnar búið að uppfylla fyrsta skrefið. Innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Er viðburður framundan?

Þegar við skipuleggjum viðburði eða fundi eru nokkrir hlutir sem við ættum öll að hafa í huga. Hvernig er fundurinn skipulagður? Er valinn staður sem hefur umhverfisvottun? Er þess gætt að allur borðbúnaður sem boðið er uppá sé ekki einnota? Hvað með veitingar og samgöngur? Hér er gátlisti sem hægt er að fara eftir þegar […]

Fimmtugasti og fjórði þátttakandinn

Velkomin í verkefnið Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Það er alltaf ánægjulegt þegar skólar skrá sig til leiks eða eru að vinna að umhverfismálum með öðrum hætti, því eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að kenna öðrum hvernig við getum dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem við völdum.

Endurskoðun á græna bókhaldinu

Nú er græna bókhaldið í endurskoðun og því góður tími til að senda til okkar ábendingar og hugmyndir að endurbótum. Vek athygli á því að í núverandi excel skjal vantar næstu ár svo þeir sem eru byrjaðir að vinna bókhaldið þurfa aðeins að bíða eftir að geta fært það inn í nýtt skjal.

Þriðja skref Hljóðbókasafnsins

Alltaf gaman að koma til Hljóðbókasafnsins þar sem starfsmenn eru mjög áhugasamir um umhverfismál og að innleiða verkefnið vel. Líka gaman að heyra að verkefnið hafi áhrif inn á heimili starfsmanna.

Fyrstu tvö skrefin komin í hús

Þjóðminjasafn Íslands er komið með tvö fyrstu Grænu skrefin. Þjóðminjasafnið er með fimm starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem allar fengu viðurkenningu samtímis. Safnið hefur um nokkurt skeið innleitt flokkun og annað er tengist umhverfismálum en þátttaka þeirra í verkefninu dýpkaði þá vinnu. Það var ofsalega gaman að koma til þeirra og greinilega samhentur hópur að innleiða […]

Öll fimm skrefin komin

Vínbúðin á Ísafirði var að ljúka við öll fimm Grænu skrefin. Innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Hröð Græn skref

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fékk fyrsta Græna skrefið sitt afhent í dag en innleiðing á verkefninu hefur gengið hratt og vel fyrir sig. Enda var umhverfishópurinn afar ánægður með hversu vel starfsmenn hafa tekið í að innleiða verkefnið og tileinka sér umhverfismálin. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri tók á móti viðurkenningunni. 

Velkomin Matvælastofnun

Nú hefur Matvælastofnun skráð sig til þátttöku í Grænum skrefum en auk verkefna sem stuðla eiga að heilbrigði og velferð dýra, plantna og gæðum matvæla, ætlar stofnunin að taka til við að innleiða umhverfismálin. Hlökkum til samstarfsins.

Skýr skilaboð

Leiðbeiningar um flokkun þurfa ekki alltaf að vera flóknar og þegar mikið er að gera þá hjálpar að láta það ekki flækjast fyrir sér að hafa hlutina of formlega. Hér var vinsamleg ábending send til starfsmanna Umhverfisstofnunar um að flokka betur.  Borið hefur á því undanfarið að hráefnin villast af leið sinni í tunnurnar. Endilega […]

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mjög ánægjulegt að verkefnið Græn skref í ríkisrekstri er sérstaklega tekið fram sem eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð. Í aðgerðaáætlun verða meðal annars sett markmið um samgöngur og hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota […]