Vínbúðirnar alveg að ljúka við skrefin

Nú eiga aðeins tvær Vínbúðir eftir að innleiða Grænu skrefin eftir að Vínbúðirnar á Blönduósi og Hvammstanga fengu úttekt og afhendingu viðurkenningar fyrir innleiðingu á öllum fimm skrefunum. Báðar Vínbúðirnar eru litlar en leitast við að draga úr umhverfisáhrifum þar sem það er hægt og hafa áhrif á aðra um að gera slíkt hið sama. Vel gert og til hamingju 🙂