Fyrsta skrefið hjá MTR

Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut viðurkenningu fyrir sitt fyrsta Græna skref. Innleiðing skrefsins gekk fljótt og vel og gaman að sjá hvað endurnýtingu hluta er gert hátt undir höfði. Í listsköpun sinni nýta nemendur til að mynda alls konar hluti sem falla til á heimilum og í skólanum og búa til hluti og list úr slíkum efnivið. Á myndunum má t.d. sjá verk úr gostöppum sem málað er á og fallegt verk úr úrklippum.