Hröð Græn skref

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fékk fyrsta Græna skrefið sitt afhent í dag en innleiðing á verkefninu hefur gengið hratt og vel fyrir sig. Enda var umhverfishópurinn afar ánægður með hversu vel starfsmenn hafa tekið í að innleiða verkefnið og tileinka sér umhverfismálin.

Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri tók á móti viðurkenningunni.