Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mjög ánægjulegt að verkefnið Græn skref í ríkisrekstri er sérstaklega tekið fram sem eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð.

Í aðgerðaáætlun verða meðal annars sett markmið um samgöngur og hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota landsmanna, orkunýtni í atvinnulífinu, innleiðingu alþjóðlegra samninga um vernd hafsins, græn skref í ríkisrekstri og loftslagssjóð og stefnt að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands.“