Fyrstu tvö skrefin komin í hús

Þjóðminjasafn Íslands er komið með tvö fyrstu Grænu skrefin. Þjóðminjasafnið er með fimm starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem allar fengu viðurkenningu samtímis. Safnið hefur um nokkurt skeið innleitt flokkun og annað er tengist umhverfismálum en þátttaka þeirra í verkefninu dýpkaði þá vinnu. Það var ofsalega gaman að koma til þeirra og greinilega samhentur hópur að innleiða umhverfismálin. Nú þegar þau hafa klárað fyrstu tvö skrefin þá skipta þau um sjálfboðaliða í umhverfishópnum til að dreifa álaginu og gera fleiri ábyrga fyrir verkefninu – góð hugmynd sem gæti nýst fleiri stofnunum.