Ein tunna út fyrir aðra

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið ötullega að því að uppfylla Grænu skrefin og eru t.d. búin að taka ruslatunnurnar við skrifborð starfsmanna. Í skjóli nætur voru allar ruslatunnurnar fjarlægðar en í staðinn fengu starfsmenn litlar tunnur á borðin sín, fyrir t.d. miða, sælgætisbréf, hefti og smárusl. Mikilvæg skilaboð fylgdu þó með að auðvitað eiga starfsmenn sjálfir að flokka upp úr þeim þegar þær eru fullar.