83 stofnanir skráðar til leiks

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Stofnanir sem taka þátt í verkefninu eru því orðnar 83 talsins með yfir 290 starfsstöðvar um land allt. Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinuðust undir nafni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í byrjun árs 2020. Sameiningunni er ætlað að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað ásamt því að efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála til hagsbóta fyrir almenning. 105 manns starfa hjá stofnuninnu og hlökkum við mikið til umhverfissamstarfsins með þeim.