Nýtt útlit og ný heimasíða

Grænu skrefin hafa nú fengið andlitslyftingu með tilkomu nýs útlits og nýrrar heimasíðu. Á heimasíðunni má nálgast helstu upplýsingar um verkefnið; forsögu þess, markmið, ávinning, skrefin sjálf, þátttakendur, Grænt bókhald og vinnugögn. Við höfum einnig bætt við síðu þar sem við svörum algengum spurningum undir Spurt og svarað og svo má nálgast góð ráð undir Heilræði en sniðugt er að senda þau út sem mola til starfsmanna. Í takt við nýtt útlit létum við útbúa nýjar merkingar og borðstand sem þátttakendur geta pantað undir Vinnugögn sér að kostnaðarlausu. Einhverjir hnökrar hafa verið á síðunni undanfarna daga svo við biðjum þá sem sent hafa inn skráningu á síðustu dögum en engan póst frá okkur fengið að senda inn nýja skráningu.

Tveir nýjir starfsmenn hófu störf í verkefninu hér hjá Umhverfisstofnun á dögunum, þær Ásdís Nína Magnúsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke. Mikil aukning hefur verið í skráningum í Grænu skrefin sem er ákaflega ánægjulegt og því mikill fengur að fá þær stöllur til starfa. Þær munu taka við samskiptum við einhverjar stofnanir á næstunni.

Starfsmenn Grænna skrefa óska þátttakendum og landsmönnum öllum gleðilegs og sólríks sumars 🙂

Við kveðjum gamla útlitið …

… og bjóðum nýtt útlit velkomið!