Velkomin til leiks Byggðastofnun

Byggðastofnun hefur nú skráð sig í Grænu skrefin. Stofnunin er staðsett á Sauðárkróki og þar starfa 27 manns. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum Byggðastofnun velkomna til leiks!