Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu skráir sig í Grænu skrefin

Nýjasti þátttakandinn í Grænum skrefum er Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu en skólinn er jafnframt 10. framhaldsskólinn sem skráir sig til leiks í verkefnið. Það er alltaf jafn gaman að vinna með skólum þar sem metnaðurinn til að ná árangri í umhverfismálum er oftast mikill og mýmörg tækifæri til staðar til að virkja nemendur til góðra verka. Við hlökkum til samstarfsins!