Nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf, Kadeco, hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin. Kjarnaverkefni félagsins er að leiða þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar. Kadeco kemur að ýmsum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að auka virði svæðisins. Fjórir starfsmenn starfa hjá félaginu og hlökkum við til að feta með þeim græna veginn.