Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

1. Græna skrefið hjá Hörpu komið og strax stefnt á næstu

Mynd. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur Grænna skrefa og Rakel Lárusdóttir, tengiliður Grænna skrefa fyrir hönd Hörpu Í gær afhentum við Hörpu 1. Græna skrefið. Það var afar gleðilegt vegna þess að við teljum að það sé mjög mikilvægt að Harpa standi sig vel í umhverfismálum. Það mætti jafnvel segja að hún sé andlit ríkisins bæði innávið […]

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar með fjögur skref

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er komin með fjögur Græn skref. Stofnunin hefur tekið þátt í verkefninu frá því það var innleitt fyrst á meðal ríkisstofnanna og vinna aðgerðirnar af natni og vandvirkni. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og hlökkum til að klára fimmta og síðasta skrefið með þeim!

Allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu komnar með fyrsta skrefið

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta Græna skrefið sitt. Umfangsmikil innleiðing og fræðsla hefur átt sér stað undanfarna mánuði í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli, um borð í báðum varðskipunum, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á skrifstofum Gæslunnar í Skógarhlíð 14. Samkvæmt starfsfólki Landhelgisgæslunnar sem halda utan um innleiðinguna […]

Fiskistofa komin með 2 skref um allt land

Við óskum Fiskistofu til hamingju með að vera komin með 2. Græna skrefið. Fiskistofa er með starfssöðvar út um allt land og hafa þær allar hlotið viðurkenningu fyrir 2. skrefið. Til hamingju Hafnafjörður, Akureyri, Höfn, Vestmannaeyjar, Stykkishólmur og Ísafjörður! Okkur langar til þess að hrósa Fiskistofu sérstaklega fyrir að nýta Grænu skrefin til þess að […]

Kennslumyndband fyrir Grænt bókhald

Við viljum vekja athygli á því fyrir tengiliði Grænna skrefa að uppfært kennslumyndband fyrir Grænt bókhald er nú aðgengilegt. Skil á Grænu bókhaldi eru fyrir 1. apríl 2021 og hefur það reynst stofnunum sem hafa skilað Grænu bókhaldi áður afar vel að vinna bókhaldið jafnt og þétt fram að skilum. Skil á Grænu bókhaldi er […]

Menntaskólinn við Sund klárar fyrstur allra menntaskóla!

Þann 5. febrúar síðastliðinn fékk Menntaskólinn við Sund fyrstur allra menntaskóla staðfestingu á því að hafa uppfyllt öll 5 Grænu skrefin. Afhending fór fram 9. febrúar og sjá má á mynd Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfisstofnunar afhenda Má Vilhjálmssyni rektor skólans viðurkenningu fyrir þennan árangur.   Menntaskólinn við Sund er ekki bara fyrsti menntaskóli landsins til […]

Leiðarvísir að betri samgöngusamningi kominn út!

Við erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur nýjan leiðarvísi að betri samgöngusamningi. Um er að ræða bækling sem gefinn er út af Grænum skrefum til að aðstoða vinnustaði við að gera enn betri samgöngusamninga. Samgöngusamningar eru afar mikilvægir þar sem ferðir starfsmanna til og frá vinnu oftast langstærsti losunarvaldurinn sem tengist venjulegri skrifstofustarfsemi. Samgöngusamningurinn […]

Umboðsmaður skuldara stígur Grænu skrefin

Umboðsmaður skuldara hefur skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Hjá Umboðsmanni skuldara starfa 17 einstaklingar og við hlökkum til að leiðbeina þeim í átt að umhverfisvænni skrifstofustarsemi og stíga með þeim Grænu […]

Menntaskólinn í Kópavogi mættur til leiks!

Við bjóðum starfsfólk Menntaskólans í Kópavogi velkomna í Græn skref. Hjá Menntaskólanum í Kópavogi starfa 103 einstaklingar þannig að það munar um minna. Auk þess geta starfsmenn haft góð áhrif á allan þann fjölda nemenda sem sækja skólann og virkjað kraft og vilja nemenda til breytinga. Við hlökkum til að feta með þeim grænan veg!