Nú fer hver að verða síðastur að bóka úttekt á gömlu skrefunum!

Starfsmenn Grænna skrefa hafa tekið eftir því að margir ríkisaðilar stefna á að ljúka skrefi samkvæmt gamla gátlistanum fyrir 1. mars. Við fögnum áhuga og metnaði fyrir verkefninu og viljum því biðja þá sem hafa sett markið á klára skref fyrir 1. mars að hafa samband við sinn tengilið sem fyrst til að bóka úttekt.

Í því samhengi er mikilvægt að árétta að við miðum við að úttekt á gömlu skrefunum sé lokið fyrir 1. mars, ekki að ferlið hefjist fyrir 1. mars. Í ferlinu felst að senda inn gátlistann til yfirferðar og fá endurgjöf frá okkur. Það er mjög algengt að eitthvað þurfi að laga eftir yfirferðina frá okkur. Þess vegna er gott að gera ráð fyrir að ferlið frá því að yfirferð á gátlista hefst og úttekt er bókuð taki í kringum tvær vikur. Þetta þýðir að nú fer hver að verða síðastur að senda inn gátlista og bóka úttekt fyrir gamla gátlistann.

Fyrir þá sem sjá sér ekki kleift að klára gömlu skrefin í bráð bendum við stofnunum á að skipta yfir í nýja gátlistann. Þau skref sem tekin hafa verið með gamla gátlistanum haldast inni, og maður byrjar vinnuna með nýja gátlistann á því skrefi sem maður er.

Gangi ykkur vel og áfram gakk!