Allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu komnar með fyrsta skrefið

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta Græna skrefið sitt. Umfangsmikil innleiðing og fræðsla hefur átt sér stað undanfarna mánuði í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli, um borð í báðum varðskipunum, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á skrifstofum Gæslunnar í Skógarhlíð 14. Samkvæmt starfsfólki Landhelgisgæslunnar sem halda utan um innleiðinguna má greina aukna umhverfismeðvitund og áhuga starfsmanna á umhverfismálum á öllum starfstöðvum.

Við óskum Landhelgisgæslunni til hamingju með árangurinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Grænum skrefum fagnað!