Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Grænmetisfæði alla daga hjá starfsfólki Menntaskólans á Akureyri

Stór hluti aðgerða Grænu skrefanna snýr að fæði starfsfólks, og það er góð ástæða fyrir því. Við getum haft mikil áhrif á kolefnisspor okkar með vali á fæðutegundum og með því að sporna gegn matarsóun. Meðal þess sem Grænu skrefin leggja til er að auka úrval grænkerarétta, hafa umhverfisvænasta réttinn efst á matseðli (þegar fleiri […]

Fögnum baununum!

Í gær, þann 10. febrúar, var alþjóðlegur dagur belgjurta – eða þess sem við köllum baunir í daglegu tali hér á Íslandi. Það eru margar góðar ástæður fyrir að hampa þessari mikilvægu og góðu fæðu og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt fólk til að auka neyslu belgjurta vegna þess hve heilsusamlegar þær eru […]

Fjölbrautarskólinn í Garðabæ tekur fimmta skrefið

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ lauk fimmta Græna skrefinu á dögunum með glæsibrag. Öll verkefni sem viðkoma umhverfismálum eiga það sameiginlegt að vera eilífðarverkefni, og Grænu skrefin eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að stofnun ljúki fimmta skrefinu heldur vinnan áfram og starfsfólk og nemendur FG eru meðvituð um að lengi má gott bæta – flokkunarhlutfall úrgangs […]

90 Græn skref í janúar 2022

Árið byrjar af krafti og í janúar tóku alls 50 starfsstöðvar samtals 90 skref. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með skrefin. Hér er listi yfir öll skref sem voru tekin í janúar: Nafn stofnunar Starfsstöð Skref Fiskistofa Vestmannaeyjar 4 og 5 Fiskistofa Stykkishólmur 4 og 5 Fiskistofa Ísafjörður 4 og 5 Fjölbrautaskólinn […]

Fjölbrautaskóli Snæfellinga klárar 3. skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga byrjaði árið á góðum nótum og kláraði úttekt á skrefi þrjú þann 5. janúar síðastliðinn. Fyrri tvö skrefin tóku þau á nýliðnu ári og setja þau stefnuna á að taka seinni tvö í ár. Við óskum þeim innilega til hamingju með skrefið og hlökkum til að klára með þeim næstu skref!

Nýárskveðja Grænna skrefa

Starfsfólk Grænna skrefa óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári. Árið var heldur betur viðburðaríkt og mikill uppgangur var í verkefninu. Alls voru 441 skref tekin á árinu af starfsstöðvum ríkisstofnana út um allt land og 40 nýjar stofnanir skráðu sig í Grænu skrefin. Við óskum þeim til […]

Jólaskref hjá Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa nýtti tímann vel milli jóla og nýárs og bókaði úttekt á skrefum tvö, þrjú og fjögur. Það er skemmst frá því að segja að úttektin gekk eins og í sögu og Fjarskiptastofa þremur skrefum ríkari eftir daginn í dag. Við óskum jólasveinunum í Fjarskiptastofu til hamingju með árangurinn og velfarnaðar á nýju ári!

Gleðileg jól!

Við hjá Grænu skrefunum og Umhverfisstofnun óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar. Það er ótrúlegur fjöldi skrefa sem við höfum stigið saman á árinu og við hlökkum til að taka saman lokatölurnar á milli jóla og nýjárs og telja þau öll saman. Njótið jólanna!

Utanríkisráðuneytið með fjögur skref

Utanríkisráðuneytið er komið með fjögur skref eftir úttekt á skrefum þrjú og fjögur í gær, en fyrri tvö kláruðu þau einnig á árinu. Þau hafa unnið aðgerðirnar af vandvirkni og er augljóst að ráðuneytið hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Við óskum Utanríkisráðuneytinu og starfsfólki þess innilega til hamingju með skrefin fjögur og hlökkum til að […]

Náttúruminjasafn Íslands klárar skref 2-4

Náttúruminjasafn Íslands kláraði Græn skref tvö, þrjú og fjögur á mánudaginn með glæsibrag! Fyrir skrefin hafa þau leitað leiða til að draga úr sóun, meðal annars með að kaupa ekki vörur í smáumbúðum og t.d. í covid hefur hver starfsmaður verið með sinn hníf í stóra smjörinu. Þau hafa einnig boðið upp á fjölbreytta fræðslu […]

Heilbrigðisstofnun Norðurlands lýkur sjö fyrstu skrefum fyrir jól

Starfsfólk Grænu skrefanna fær heldur betur að kynnast því vel hversu fjölbreytt starf fer fram í ríkisstofnunum og fyrirtækjum i meirihluta ríkiseigu, og hversu ólík þau eru þegar kemur að stærð, umfangi og fjölda starfsstöðva. Núna í desember stigu sjö stærstu starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fyrsta skrefið, starfstöðvarnar á Akureyri (heilsugæslan og heimahjúkrun), Dalvík, Blönduósi, Húsavík, […]

Dyggðaskreytingakeppni á RÚV

Við í Grænu skrefunum megum til með að deila með ykkur þessum fínu myndum sem við fengum sendar frá umhverfisnefnd Ríkisútvarpsins. Umhverfisnefndin hefur sett upp skreytingaborð þar sem starfsfólk er hvatt til að pakka inn jólagjöfum í efni sem fellur til á stofnuninni. Meðal innpökkunarefnis eru mjöl,- kaffi- og kartöflupokar úr eldhúsinu, sem og dagblöð […]