Jólaskref hjá Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa nýtti tímann vel milli jóla og nýárs og bókaði úttekt á skrefum tvö, þrjú og fjögur. Það er skemmst frá því að segja að úttektin gekk eins og í sögu og Fjarskiptastofa þremur skrefum ríkari eftir daginn í dag. Við óskum jólasveinunum í Fjarskiptastofu til hamingju með árangurinn og velfarnaðar á nýju ári!