Fjölbrautaskóli Snæfellinga klárar 3. skrefið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga byrjaði árið á góðum nótum og kláraði úttekt á skrefi þrjú þann 5. janúar síðastliðinn. Fyrri tvö skrefin tóku þau á nýliðnu ári og setja þau stefnuna á að taka seinni tvö í ár. Við óskum þeim innilega til hamingju með skrefið og hlökkum til að klára með þeim næstu skref!