Náttúruminjasafn Íslands klárar skref 2-4

Náttúruminjasafn Íslands kláraði Græn skref tvö, þrjú og fjögur á mánudaginn með glæsibrag! Fyrir skrefin hafa þau leitað leiða til að draga úr sóun, meðal annars með að kaupa ekki vörur í smáumbúðum og t.d. í covid hefur hver starfsmaður verið með sinn hníf í stóra smjörinu. Þau hafa einnig boðið upp á fjölbreytta fræðslu um umhverfismál fyrir starfsfólk sitt og skipt yfir í lífrænt kaffi, sem dæmi.

Ásamt skrefunum hafa þau sett sér loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun með það að markmiði að draga úr losun, þrátt fyrir að starfsemi þeirra muni aukast á næstu árum. Það teljum við vera metnaðarfullt markmið og hlökkum til að fylgjast með!

Við óskum Náttúruminjasafni Íslands innilega til hamingju með skrefin fjögur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.