Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Alþjóðlegur dagur jarðar í dag

Alþjóðlegur dagur jarðar er í dag, 22. apríl. Fyrsti Dagur jarðar var haldinn árið 1970 í Bandaríkjunum en hefur frá 1990 verið haldinn alþjóðlega. Í ár er þema dagsins „fjárfestum í plánetunni okkar“ með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til að stunda sjálfbærari viðskiptahætti og setja upp góðar UFS (e. ESG) upplýsingar. Sömuleiðis er […]

Sýslumaðurinn á Vesturlandi klárar fyrstur allra sýslumannsembætta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu í lok mars, en þau eru fyrsta sýslumannsembættið hefur stigið fimmta skrefið og jafnframt fyrsta sýslumannsembættið sem steig fyrsta skrefið á sínum tíma. Starfsfólk Sýslumannsins á Vesturlandi gerði sér glaðan dag og fögnuðu áfanganum á hverri starfsstöð. Það er alltaf ánægjulegt að sjá hversu mikinn metnað […]

Mikill gangur í Grænum skrefum í febrúar og mars

Starfsfólk Grænna skrefa hefur ekki látið sér leiðast síðustu tvo mánuði enda mikill metnaður í skrefunum hjá ríkisaðilum. Eftirfarandi starfsstöðvar ríkisstofnana og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins hafa tekið Grænt skref í febrúar og/eða mars og við óskum þeim til hamingju með flottan árangur! Nafn stofnunar Starfsstöð Skref Alþingi Reykjavík 5 Dómstólasýslan Suðurlandsbraut 3 Embætti landlæknis […]

Spörum orku yfir páskana

Nú styttist í páskafrí og þá er um að gera að fara að huga að orkusparnaði á meðan fríi stendur. Við vitum að það þarf að slökkva ljósin, en hvað fleira? Við höfum útbúið tékklista með orkusparandi aðgerðum og við hvetjum þátttakendur til að setjast niður með umsjónaraðila eða þann sem sér um húsnæðið til […]

Landgræðslan stígur fimmta skrefið

Landgræðslan hefur nú lokið úttekt á fimmta Græna skrefinu eftir að hafa lokið skrefum tvö til fjögur rétt fyrir síðustu jól. Starfsfólk stofnunarinnar er mjög meðvitað um umhverfismál og hefur farið fjölbreyttar leiðir til þess að minnka umhverfisáhrif af sínum rekstri, meðal annars með ekki-henda-neinu-nefndinni, sem reynir að finna hlutum sem annars væri hent nýtt […]

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta

Við í Grænum skrefum vekjum athygli ríkisaðila á að Orkusjóður auglýsir nú styrki til orkuskipta árið 2022. Hægt er að sækja um í 5 flokkum; bættri orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metani, hleðslustöðvum fyrir samgöngur og orkuskiptum í haftengdri starfsemi. Styrkir geta hæst numið 33% af áætluðum stofnkostnaði og umsóknarfrestur er […]

RÚV tekur fyrsta skrefið

Starfsstöð Ríkisútvarpsins ohf. í Útvarpshúsinu við Efstaleiti lauk úttekt á sínu fyrsta skrefi í gær, 15. mars 2022. Umhverfisnefnd RÚV hefur verið dugleg að minna starfsfólk á umhverfismálin og í desember settu þau til dæmis upp innpökkunarborð þar sem starfsfólk var hvatt til að pakka gjöfum inn í efni sem féll til innanhúss. Sjá frétt […]

Nýir og endurbættir límmiðar

Við vekjum athygli á því að nú er hægt að panta nýja og endurbætta límmiða undir Vinnugögn hér á síðunni. Límmiðarnir sem hafa bæst við eða fengið nýtt útlit eru eftirfarandi:   Það þarf engan plastpoka í þessa tunnu  Hér má nálgast og skilja eftir krassblöð   Leyfum þeim sem þurfa lyftuna að nota hana  […]

Minnum á skil á Grænu bókhaldi

Nú styttist í að fari að vora og við vitum öll hvað það þýðir – árleg skil á Grænu bókhaldi, en frestur til að skila inn upplýsingum fyrir árið 2021 rennur út 1. apríl 2022. Græna bókhaldið er mikilvægt tæki fyrir stofnanir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar frá starfsemi þeirra. Græna bókhaldið […]

Alþingi klárar fimmta skrefið

Alþingi lauk nýverið úttekt á skrefi fimm og hefur þar með stigið öll Grænu skrefin. Skrefið var formlega afhent forseta Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis þann 25. febrúar. Þingið hefur meðal annars unnið gott starf í því að draga úr losun vegna samgangna og tveir af þremur bílum í eigu Alþingis eru tengiltvinnbílar. Á dögunum […]