Alþjóðlegur dagur jarðar í dag

Alþjóðlegur dagur jarðar er í dag, 22. apríl. Fyrsti Dagur jarðar var haldinn árið 1970 í Bandaríkjunum en hefur frá 1990 verið haldinn alþjóðlega.

Í ár er þema dagsins „fjárfestum í plánetunni okkar“ með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til að stunda sjálfbærari viðskiptahætti og setja upp góðar UFS (e. ESG) upplýsingar. Sömuleiðis er hvatning til ríkisaðila til að byggja upp grænna samfélag.

Inni á heimasíðu dagsins er að finna nokkrar uppástungur um hvernig hægt sé að halda upp á daginn. Meðal þess sem er talið upp er að reikna kolefnisfótsporið sitt, borða minna kjöt og/eða að plokka, sem er viðeigandi þar sem Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn n.k.

Við óskum ykkur góðrar og grænnar helgar!